top of page

Robert „Birdman“ Stroud

Robert Franklin Stroud fæddist 27 janúar 1890 í Seattle. Stroud strauk að heiman þegar hann var 13 ára gamall, vegna þess að pabbi hans beitti hann ofbeldi. 5 árum síðar var hann orðinn að hórmangara í Alaska. Þegar hann var 19 ára skaut hann barþjón og var sendur í fangelsið á Puget Sound McNeil Island. Árið 1916 þegar hann var 26 ára drap hann vörð og var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Hann var fluttur yfir í Leavenworth fangelsið árið 1920. Í fangelsinu fann hann hreiður með þremur særðum fuglum, hann tók þá að sér og hjálpaði þeim að ná fullum bata. Eftir nokkur ár átti hann í kringum 300 fugla. Þannig fékk hann viðurnefnið „the Birdman of Alcatraz“. Hann var sendur til Alactraz 52 ára gamall til að klára dóminn og lést þar árið 1963 (73 ára gamall).
bottom of page