top of page

Al Capone

Alphonse Gabriel Capone fæddist í New York 17.júní 1899, foreldrar hans voru ítalskir innflytjendur. Hann byrjaði ungur að fremja smáglæpi og í kringum tvítugt flutti hann til Chicago til að nýta sér áfengisbannið og græða á sölu ólöglegs áfengis. Hann varð fljótt einn valdamesti glæpamaður í Chicago og um 1925 var hann leiðtogi glæpasamtaka þar í borg. Á Valentínusardag 1929 skipulagði Al Capone og hans menn launmorð á George „Bugs“ Moran. Þeir drápu 6 menn Morans og einn almennan borgara. Lögreglumenn áttu í miklum erfiðleikum með að handsama Al Capone. Þar til þeir fundu merki um skattsvik, árið 1931 var hann sendur í 11 ára fangelsi og þurfti að greiða 80 þúsund dali í skaðabætur. Hann var fyrst sendur í fangelsi í Atlanta frá maí 1932 en var fluttur til Alcatraz árið 1934. Hann fékk sárasótt á þriðja áratugnum. Honum var sleppt úr fangelsi árið 1939 vegna þess að hann varð verulega veikur. Hann fór í glæsihúsið sitt í Flórída og lést þar aðeins 48 ára gamall.
bottom of page